Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2811 svör fundust

Getur Alþingi sem nú situr lögfest nýju stjórnarskrána?

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega nei. Alþingi sem nú situr getur ekki lögfest „nýju stjórnarskrána“. Alþingi getur hins vegar samþykkt frumvarp Stjórnlagaráðs eins og hvert annað frumvarp, sé meirihluti fyrir því á Alþingi. Ef til þess kæmi þyrfti síðan að rjúfa þing og boða til kosninga. Ef frumv...

Nánar

Hvað éta krabbar annað en rækjur?

Þegar fólk talar um krabba á það yfirleitt við tífætta krabba (decapoda) en innan þeirra eru algengar tegundir hér við land eins og trjónukrabbi (Hyas araneus) og bogkrabbi (Carcinus maenas) auk þess sem rækjur og humrar teljast til þessa flokks. Bogkrabbi (Carcinus maenas). Krabbar, eins og trjónukrabbi og bogk...

Nánar

Er hægt að koma tvíræðni til skila á táknmáli?

Svarið við þessari spurningu er einfalt: Já, það er vel hægt! Skilgreiningin á tvíræðni er þegar orð eða hugtak sem viðkomandi notar má skilja á tvo vegu en margræðni þegar það má skilja á fleiri vegu. Í táknmálum eru til tákn sem má skilja á marga vegu og eins er hægt að segja eitt en meina annað. Þessi or...

Nánar

Hvers vegna tölum við?

Í grundvallaratriðum tölum við til þess að eiga samskipti við annað fólk. Tungumálið er leið okkar til þess að hafa tjáskipti við aðra, koma hugsunum okkar og skilaboðum á framfæri og eitt af því sem skilur okkur frá öðrum skepnum hér á jörðinni. Hæfileikinn til að tjá sig á þennan hátt er því afar mikilvægur og s...

Nánar

Hvað gerðist í Tyrkjaráninu?

Sumarið 1627 komu ræningjaskip til Íslands frá Norður-Afríku. Ránsmenn voru í tveim hópum; var annar upprunninn í borginni Sale í Marokkó og kom skömmu fyrir Jónsmessu; hinn var frá Algeirsborg (sem nú er höfuðborg Alsírs) og birtist á Íslandi um hálfum mánuði síðar. Hvernig samfloti þeirra var háttað eða hvort og...

Nánar

Hvað eru hindurvitni?

Orðið hindurvitni er í nútímamáli nátengt hugtökum eins og hjátrú, dulspeki, gervivísindum og hjáfræði. Menn hafa lengi viljað hafa orð um slíkt þó að það kunni að vilja renna úr greipinni eins og laxinn. Hugsanleg skilgreining er sú að hindurvitni séu allar hugmyndir manna sem stangast á við almenna, viðtekna þek...

Nánar

Hvað er örgjörvi og hvað gerir hann í tölvum?

Örgjörvi (e. processor/CPU) er hjarta tölvunnar. Kannski er réttara að segja að örgvörvinn sé heili tölvunnar, því hann stýrir öllu því sem tölvan gerir. Örgjörvinn „skilur“ ákveðið safn skipana. Skipanirnar eru í minni tölvunnar og örgjörvinn les þær hverja af annari og framkvæmir þær. Þetta eru gjarnan mjög ...

Nánar

Hvað er allegóría?

Einfaldasta útskýringin á allegóríu er sú að með henni sé eitt sagt en annað meint. Gríska hugtakið allegoria felur í sér orðin allos sem merkir annað og agoreuein sem þýðir að tala opinberlega. Í allegóríu er þess vegna að minnsta kosti tvenns konar merking: hin bókstaflega og hin allegóríska. Upphaf allegórís...

Nánar

Hvað merkja myndirnar á messuklæði presta?

Messuklæði presta eru hvítur kyrtill sem er annaðhvort svokallað rykkilín sem prestur ber yfir svartri hempu eða alba sem prestur ber í stað hempu og rykkilíns. Þar yfir klæðist prestur stólu sem er breiður borði í lit kirkjuársins (sjá síðar) lagður fram yfir axlir prests og fellur niður á miðjan legg. Að síðus...

Nánar

Gætu verið til óuppgötvuð handrit Íslendingasagna einhvers staðar?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Gætu mögulega verið til óuppgötvuð handrit eða Íslendingasögur á Íslandi eða erlendis? Það er mögulegt að til séu óuppgötvuð handrit Íslendingasagna en það er ekki líklegt. Það koma annað veifið handrit til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Stofnunar Ár...

Nánar

Hvað þýða hin ýmsu tákn sem koma efst í dánartilkynningum?

Þegar dánartilkynning er birt á prenti er venjan að efst í tilkynningunni sé tákn. Í langflestum tilfellum hér á landi er um krossták að ræða sem er trúartákn kristinna manna. Í sumum tilfellum er blóm, friðardúfa, ankeri og ýmis trúartákn önnur en kristin. Í ritinu Trúarbrögð og útfararsiðir er fjallað um útfa...

Nánar

Er gott að trúa á Jesú?

Í þessu svari er gert ráð fyrir að átt sé við hvort trú á Jesú geri mann að betri eða hamingjusamari manneskju. Sumt fólk sækir styrk í trú sína og finnst trúin gera það að betri manneskjum. Því finnst trúin veita huggun í heimi sem oft getur virst harðneskjulegur og það lítur á trú á Jesú sem leiðarljós í lífi...

Nánar

Hver er hæsta talan sem er til?

Tölurnar eru óendanlega margar þannig að ekki er til nein hæsta tala. Ef við komum með ofsalega háa tölu þá er alltaf hægt að bæta einum við þá tölu eða margfalda þá tölu með 10 eða margfalda hana með sjálfri sér og þá erum við komin með miklu hærri tölu. Hitt er annað mál að stærsta talan sem hefur sérstakt na...

Nánar

Hversu sönn er sagan af því að Einar Ben hafi selt norðurljósin?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Oft heyrir maður og les að Einar Ben hafi ýmist selt eða reynt að selja norðurljósin. Hversu 'sönn' er þessi saga og hvaða heimildir eru til um þetta? Á Vísindavefnum er til fjöldi svara um norðurljós enda ljóst að margir hafa áhuga á að vita sem mest um þau. Norðurljó...

Nánar

Fleiri niðurstöður